Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2013 11:11

Sigurbjörg Þrastardóttir er bæjarlistarmaður Akraneskaupstaðar

Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur var tilnefnd bæjarlistamaður Akraneskaupstaðar 2013 við athöfn sem fór fram í tengslum við 17. júní hátíðarhöld á Akranesi á mánudaginn. Sigurbjörg fæddist á Akranesi árið 1973 og ólst þar upp. Hún lauk BA prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og námsbraut í hagnýtri fjölmiðlun árið 1998. Hún starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu árin 1998 til 2006 og pistlahöfundur í Lesbók blaðsins árin 2002 – 2006. Sigurbjörg var í stjórn Rithöfundasambands Íslands frá 2003 til 2011 og er í stjórn PEN klúbbsins á Íslandi.

 

 

 

Sigurbjörg hefur gefið út níu ljóðabækur og tvær skáldsögur frá því að fyrsta ljóðabókin hennar, Blálogaland, kom út árið 1999. Ljóð hennar hafa verið þýdd á ein tólf tungumál í tengslum við bókmenntaþing, ljóðahátíðir og útgáfu safnrita víðsvegar í Evrópu. Af annars konar verkefnum má nefna gjörninga og textagerð fyrir íslensk tónskáld, þýðingar og greinar. Meðal verðlauna og viðurkenninga sem Sigurbjörg hefur fengið eru bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir skáldsöguna Sólar sögu, sem kom út árið 2002. Ljóðabókin Hnattflug var valin besta ljóðabók ársins af starfsfólki bókaverslana árið 2000, ljóðsagan Blysfarir hlaut Fjöruverðlaunin 2008 og var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandráðs árið 2009. Sigurbjörg er með sterk tengsl við Akranes og má finna þess stað í ljóðum hennar. Hún er með lögheimili á Akranesi þótt hún dvelji langdvölum í Reykjavík og erlendis. Eins og kunnugt er keppti Sigurbjörg fyrir Akranes í spurningaþættinum Útsvari síðastliðinn vetur á RÚV.

 

Í samtali við Skessuhorn kvaðst Sigurbjörg afar ánægð með tilnefninguna og sagði hana mikinn heiður fyrir sig. Hún sagði ánægjulega stemningu hafa verið á Akratorgi þegar tilnefningin fór fram á mánudaginn og hafi verið gaman að sjá svo mörg kunnugleg andlit þar saman komin. Næg verkefni eru á döfinni hjá Sigurbjörgu, m.a. að meta fjörtíu sex verk vegna Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar þar sem hún situr í dómnefnd. Þá er vinna við nýtt kvikmynda- og leikritahandrit á borði Sigurbjargar auk þess sem mótun hugmynda um listviðburð á Akranesi næsta vetur er komin á dagskrá.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is