Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2003 03:15

Borgarfjarðarsveit óskar eftir sameiningarviðræðum

Á síðasta fundi hreppsnefndar Borgarfjarðarsveitar var samþykkt að óska eftir formlegum viðræðum við Borgarbyggð, Skorradalshrepp og Hvítársíðuhrepp um sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga. Í bréfi Borgarfjarðarsveitar til sveitarstjórna hinna þriggja sveitarfélaganna er lagt til að skipuð verði nefnd til að kanna möguleika á sameiningu, skipuð tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi. Þegar hefur verið ákveðið að Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti, og Linda Pálsdóttir skrifstofustjóri verði fulltrúar Borgarfjarðarsveitar í sameiningarnefndinni ef til kemur.
Borgarfjarðarsveit varð til við sameiningu Reykholtsdalshrepps, Lundarreykjadalshrepps, Andakílshrepps og Hálsasveitar árið 1998. Hvítársíðuhreppur og Skorradalshreppur höfnuðu þátttöku í þeirri sameiningu. Aðspurður um hvort forsendur væru breyttar nú, sagði Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, að það skaðaði allavega ekki að tala saman. Hann sagði erindi Borgarfjarðarsveitar hinsvegar ekki komið inn á borð hjá sér en reiknaði með að það yrði tekið fyrir á næsta fundi hreppsnefndar sem verður um miðjan apríl n.k. „Ég sé hinsvegar ekki ástæðu til að skoða sameiningu fyrr en í lok kjörtímabils. Ég hef ekki orðið var við neitt sem gefur ástæðu til að flýta því,“ segir Davíð.
„Mér finnst sjálfsagt að fara yfir sviðið og skoða stöðuna, meta kosti og galla,“ segir Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar. „Þegar menn sjá niðurstöðuna út úr slíkri könnun þá taka menn skrefið. Ég lít á þetta sem könnunarviðræður og nauðsynlegt að skoða það með opnum huga. Við eigum hinsvegar eftir að fjalla um þetta erindi en ég geri ráð fyrir að við tökum jákvætt í það,“ segir Helga.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is