Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2013 12:36

Hinir síungu valdir bæjarlistamenn Snæfellsbæjar

Kvartettinn Hinir síungu var tilnefndur sem bæjarlistamenn Snæfellsbæjar á 17. júní hátíðarhöldum í Ólafsvík á mánudaginn. Kvartettinn skipa þeir Stefán Jóhann Sigurðsson, Vigfús Kr. Vigfússon, Gunnar Hjartarson og Bjarni Ólafsson. Stjórnandi kvartettsins og undirleikari er Valentina Kay. Hinir síungu var stofnaður árið 2006 af fjórmenningunum sem allir höfðu verið meðlimir kirkjukórs bæjarins til fjölda ára. Hópurinn hefur komið fram við hin ýmsu tækifæri og sungið fyrir unga sem aldna um allt land sem og utan landssteinanna. Hinir síungu hafa auk þess gefið út tvo geisladiska og er sá þriðji í vinnslu sem væntanlega kemur út í haust. Hópurinn hefur á söngskrá sinni klassísk íslensk dægurlög og hefur einsett sér að syngja ávallt á íslensku.

 

 

 

 

Að sögn Gunnars Hjartarsonar eru meðlimir sönghópsins hæstánægðir með tilnefninguna sem sé þeim mikill heiður. Gunnar segir starf Hinna síungu í miklum blóma og eru alltaf næg verkefni í gangi. „Við höfum frá stofnun sungið út um land allt; á Vestfjörðum, Snæfellsnesi, í Borgarnesi, Keflavík og loks í St. Michel í Austurríki og á Kanaríeyjum svo einhver dæmi séu nefnd. Þetta hafa verið af ýmsum tilefnum; afmælum, jarðarförum og við hátíðlegar messur. Þá höfum við sungið reglulega á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík þar sem við byrjuðum að syngja fyrst,“ segir Gunnar.

Meðalaldur kvartettsins er rúmlega 82 ár, yngsti meðlimurinn er 75 ára en sá elsti 89 ára. Gunnar segir starf Hina síungu vera fjórmenningunum afar þýðingarmikið. „Söngurinn heldur okkur gangandi og höfum við mikla ánægju af honum. Við höfum aldrei tekið krónu fyrir að koma fram og stefnum ekki á að gera það. Fyrst og fremst syngjum við fyrir ánægjuna,“ segir Gunnar að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is