Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2003 07:20

Bílar skemmdir á Akranesi

Skemmdir voru unnar á nokkrum bifreiðum á Akranesi um þarsíðustu helgi og hleypur tjónið á einhverjum hundruðum þúsunda. Tvær bifreiðanna stóðu fyrir utan heimili eigenda sinna við Sunnubraut þegar skemmdarvargarnir unnu á þeim. Í öðru tilfellinu var bifreið dælduð á tveimur stöðum með spörkum en greina mátti skóför þar sem skemmdirnar voru. Eigandi þeirrar bifreiðar hefur látið meta tjónið og nemur það um 150 þúsund krónum. Í hinu tilfellinu var Bens merki rifið af vélarhlíf bifreiðarinnar og hann rispaður. Þá voru númer tekin af þremur bifreiðum við Akurgerði og rúða brotin í bíl sem lagt var fyrir utan fjölbrautaskólann.
Samkvæmt heimildum Skessuhorns var gleðskapur ungs fólks í Framsóknarhúsinu umrædda nótt og mun grunur leika á að einn eða fleiri gesta í því samkvæmi eigi þátt í skemmdarverkunum.
Í kjölfar þessara óláta skiluðu íbúar í næsta nágrenni við Framsóknarhúsið mótmælalista til umsjónarmanna hússins þar sem farið er fram á að ekki verði um fleiri útleigur af þessu tagi.
Valdimar Þorvaldsson umsjónarmaður Framsóknarhússins sagði í samtali við Skessuhorn harma það sem gerðist þessa nótt. „Húsið var leigt út til tveggja aðila sem hugðust halda þar afmæli sem ljúka átti um miðnætti. Sú tímasetning gekk aldeilis ekki eftir því gleðskapurinn stóð langt framundir morgun. Leigutakarnir sögðu við mig að ástandið hafi farið úr böndunum og þeir ekki ráðið neitt við neitt Þegar ég kom svo þarna um hádegi daginn eftir var aðkoma hreint út sagt skelfileg. Ég hef aldrei séð annað eins. Þó að litlar sem engar skemmdir hafi verið unnar á húsinu sjálfu og innanstokksmunum var allt á hvolfi og óþrifnaður ólýsanlegur, bæði inni og fyrir utan húsið. Ætla má að um 200 manns hafi verið í og við húsið þegar mest lét. Ég verð samt að lýsa furðu minni á því að engin íbúi skuli hafa hringt á lögregluna þá um nóttina þar sem djöfulgangurinn hefur verið mjög mikill.“
Valdimar sagði ennfremur að mark yrði tekið á mótmælum íbúanna og húsið ekki leigt oftar út undir álíka kringumstæðum.
Að sögn lögreglunnar er skemmdarvarganna leitað og allar upplýsingar sem varða málið vel þegnar. Lögreglan telur ekki útilokað að sömu aðilar hafi verið á ferð í öllum ofangreindum tilvikum.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is