Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2003 07:53

Fanney fegurst fljóða

Fegurðarsamkeppni Vesturland var var haldin í Bíóhöllinni á Akranesi á sl. laugardagskvöld. Að þessu sinni tóku fjórtán stúlkur þátt alls staðar af Vesturlandi. Hátíðin var einstaklega glæsileg en þetta var í fyrsta skiptið sem hún er haldin í Bíóhöllinni. Rífandi stemmning var í húsinu allan þann tíma sem hátíðin stóð yfir, í ríflega fjóra klukkutíma.
Kvöldið hófst með dansatriði stúlknanna sem Kristjana Jónsdóttir hafði sett saman í tilefni kvöldsins, en hún ásamt Silju Allansdóttur höfðu yfirumsjón með keppninni líkt og undanfarin ár.
Inn á milli þeirra skipta sem stúlkurnar komu fram í sportlegum undirfatnaði og síðkjólum voru fjölmörg skemmtiatriði sem þeir félagar úr 70mínútum á Popptíví, Auddi og Simmi sáu um að kynna. Meðal skemmtiatriða voru nokkur dansatriði, Geir Ólafsson tók nokkur lög á sinn einstaka hátt, svo og grínatriði frá kynnum kvöldsins. Auk alls áðurnefnds var sýnd stuttmynd frá óvissuferð sem stúlkurnar fóru í fyrir skömmu.
Í kringum miðnætti var komið að stóru stundinni. Dómnefnd kvöldsins komst að þeirri niðurstöðu Fanney Frímannsdóttir skyldi krýnd Ungrú Vesturlands 2003. Fanney var auk þess valin sportlegasta stúlkan. Íris Ósk Einarsdóttir hafnaði í öðru sæti auk þess að hljóta nafnbótina Oroblu stúlkan. Í þriðja sæti varð Sylvia Clother Rudolfsdóttir. Jóhanna Ásgeirsdóttir hafnaði í fjórða sæti og Bryndís Gylfadóttir í því fimmta. Ljósmyndafyrisæta kvöldsins var valin Guðbjörg. Þá var Edda Ósk Einarsdóttir var valin vinsælasta stúlkan af samkeppendum sínum.
Fanney, Íris Ósk og Sylvia taka allar þátt í keppninni Ungfrú Ísland sem fram fer í vor.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is