Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2003 04:10

Hitaveitan hitamál

Allt bendir til að málefni Hitaveitu Dalabyggðar eigi eftir að verða mikið hitamál. Fulltrúar Dalabyggðar hafa óskað eftir formlegum viðræðum við Orkubú Vestfjarða um hugsanleg kaup á hitaveitunni. Minnihluti hreppsnefndar er hinsvegar ósáttur við vinnubrögð meirihlutans í þessu máli og telur að eðlilegt hefði verið að óska eftir tilboði frá fleiri aðilum.
„Ástæðan fyrir því að við viljum selja er fjárhagsvandi sem sveitarfélagið á í vegna hitaveitunnar,“ segir Guðrún Jóna Gunnarsdóttir oddviti Dalabyggðar. „Skuldir sveitarfélagsins vegna veitunnar nema um 170 - 180 milljónum króna eða um 158 þúsund krónum á íbúa. Það var yfirlýst markmið okkar að ef við næðum meirihluta í hreppsnefnd myndum við leita leiða til að losa sveitarfélagið undan þessum byrðum að eins miklu leiti og hægt væri. Við ræddum óformlega við Orkuveitu Reykjavíkur, Orkubú Vestfjarða og Rarik. Við fengum síðan það mat hjá iðnaðarráðuneytinu að Orkubúið væri best í stakk búið til að kaupa veituna og við höfum nú óskað eftir formlegu tilboði frá þeim. Minnihlutinn hefur brugðist ókvæða við og rekur einhverskonar hræðsluáróður gegn þessum viðráðum á þeim forsendum að fjögur ársverk hjá Rarik séu í húfi. Ársverkum hjá Rarik hér í Dölunum fjölgaði ekki með tilkomu veitunnar enda hefur þar eingöngu verið um að ræða útköll vegna bilana. Minnihlutinn ber hinvegar að stórum hluta ábyrgð á þessum fjárhagsvanda en hann stafar ekki síst af því að framkvæmdir fóru um hundrað milljónir fram úr kostnaðaráætlun á sínum tíma þegar þeir sem nú sitja í minnihluta voru við völd,“ segir Guðrún Jóna.

Gerræði
„Þetta verður mjög mikið hitamál en þeir sem tengdust hitaveitunni á sínum tíma gerðu það í góðri trú um að hér væri um gott fyrirtæki að ræða og að það yrði í eigu heimamanna,“ segir Sigurður Rúnar Friðjónsson oddviti minnihlutans í Dalabyggð. „Við höfum mótmælt harkalega vinnubrögðum meirihlutans í þessu máli. Meirihlutinn fór á fjóra fundi í iðnaðarráðuneytinu vegna fyrirhugaðrar sölu án okkar vitundar og okkur er algjörlega haldið utan við þetta mál. Þetta er að mínu mati gerræði. Við teljum það óeðlileg vinnubrögð að sigta út einn kaupanda í stað þess að leita eftir hæsta tilboði,“ segir Sigurður Rúnar.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is