Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2003 08:10

Úttekt gerð á rekstri Dvalarheimilisins Höfða

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að láta gera úttekt á rekstri Dvalarheimilisins Höfða samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðuneytisins. „Það hefur verið viðvarandi rekstrarhalli á Dvalarheimilinu Höfða en það er alls ekki eina dvalarheimilið sem hefur átt við rekstrarvanda að etja. Við viljum meina að hallinn stafi af því að daggjöld frá ríkinu standi ekki undir kostnaði en heilbrigisráðuneytið hefur bent á að rekstrarhalli heimilisins sé hærri en hjá sumum öðrum,“ segir Gísli Gíslason bæjarstjóri Akranesbæjar. Við gerðum hinsvegar úttekt á rekstri eldhúss og þvottahúss heimilisins fyrir ári og þá kom ekkert athugavert í ljós. Við erum hinsvegar alveg sátt viðað heilbrigðiseftirlitið óski eftir útttekt á rekstrinum og höfum falið okkar endurskoðanda að vinna í því ásamt aðila frá ráðuneytinu. Ég tek það fram að við höfum engar efasemdir um að heimilið sé rekið af aðhaldssemi og eins mikilli hagkvæmni og kostur er. Við vonum einfaldlega að þessi úttekt leiði til þess að ráðuneytið sé tilbúið að taka á málinu sín megin frá og þá er vel af stað farið. Daggjöldin eru of lág og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ segir Gísli.
Samkvæmt heimildum Skessuhorn er óánægja með umrædda úttekt innan stjórnar Dvalarheimilisins ekki síst þar sem slíkar úttektir hafi áður farið fram. Því mun stjórnin á síðasta fundi sínum hafa samþykkt að óska eftir hlutlausri úttekt á rekstrinum af hálfu ríksisendurskoðunar.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is