Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. mars. 2003 07:55

Þrír skólar - einn skólastjóri

Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar í síðustu viku voru kynntar tillögur skólanefnar um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins. Nefndinni var falið á síðasta hausti að skoða málefni skólanna með það í huga hvaða leiðir væru bestar til að bæta árangur í skólastarfinu og ná fram fjárhagslegri hagræðingu.
Í skýrslu sem skólanefnd hefur lagt fyrir bæjarstjórn er lagt til að grunnskólarnir þrír, í Ólafsvík, Hellissandi og á Lýsuhóli verði sameinaðir undir einni stjórn, þ.e.a.s. einum skólastjóra en að sérstakur aðstoðarskólastjóri verði fyrir hvern skóla. Einnig er lagt til að aldursskipta grunnskólunum á Hellissandi og í Ólafsvík, Fyrsti til fjórði bekkur barna úr Ólafsvík, Hellissandi og Rifi verði á Hellissandi en fimmti til tíundi bekkur í Ólafsvík. Í skýrslunni kemur fram að þessi tillaga taki mið af stærð skólahúsnæðis og einnig sé miðað við að skapa heildstæða hópa í skólunum og slíta ekki sundur miðdeildina, þ.e. 5. - 7. bekk.
Þá er lagt til að aðstoðarskólastjóri á Lýsuhóli verði ráðinn til þriggja ára og haustið 2007 yrði staða skólans endurmetin og athugun fari fram á því hvort ráðleggt sé að halda starfsemi skólans áfram í óbreyttri mynd. Í skýrslunni segir: „Frábær árangur hefur náðst í skólastarfi Lýsuhólsskóla og því varla forsendur til að hætta því starfi. Fram að árinu 2007 verður einnig nægilegur nemendafjöldi á Lýsuhóli til að réttlæta óbreytt skólastarf. Mikil áhersla er lögð á það að Lýsuhólsskóli verði ekki lagður niður eftir þennan tíma heldur verði honum fengið nýtt hlutverk.“
Í skýrslunni segir enn fremur varðandi tillögur um sameiginlega yfirstjórn: „Rökin fyrir einum skólastjóra eru sú að þar náist aukin hagræðing í skólastefnu Snæfellsbæjar og ákveðin tenging á milli skólanna þriggja. Með aldursskiptingu nemendanna telur skólanefnd að fagleg sérhæfing og allir möguleikar nemenda og kennara myndu aukast þar sem hver aldurshópur yrði stærri. Telur skólanefnd mjög mikilvægt að bæjarfélagið verði sameinað enn frekar og yrði þetta einn liður í því, þ.e. með meiri samgangi á milli barnanna.“
Bæjarfulltrúar þökkuðu skólanefnd fyrir vel unna og vel framsetta skýrslu. Málinu var síðan vísað til næsta fundar bæjarstjórnar.
Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, formaður skólanefndar sagði í samtali við Skessuhorn að skólanefnd hafi verið einhuga í sínum tillögum. Hann sagði að búast mætti við mikilli umræðu um málið á næstu dögum og vikum enda væri um róttækar breytingar að ræða. „Sú umræða er mjög mikilvæg og sjálfsagt eru ekki allir sammála um hvernig þessum málum á að vera háttað. Við sem að þessari skýrslu stöndum teljum að með þessum tillögum séum veið að búa til aðstæður sem geta skilað betri árangri í skólastarfinu,“ segir Óskar.
GE
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is