Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2013 06:12

Fyrsti hvalur ársins kominn á land í Hvalfirði

Fyrsta langreyðurin á nýhafinni hvalvertíð kom á land í Hvalfirði um fjögurleytið í dag. Það var Hvalur 8 sem kom þá með tarf sem reyndir menn í hvalstöðinni sögðu vera í stærri kantinum. Dýrið fékkst djúpt út af Faxaflóa í um 160 sjómílna fjarlægð frá landi. Leiðindaveður hefur verið á miðunum síðustu daga og frekar lítið skyggni. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 9, heldur nú sjó á miðunum og bíður betra veðurs. Fjölmenni var á bryggjunni við Hvalstöðina í Hvalfirði þegar hvalbáturinn lagðist að bryggju og bar þar mest á fjölmiðlafólki. Upp í brekkunni, utan girðingar, var svo hópur fólks að fylgjast með og meðal þeirra voru nokkrir með mótmælaborða.

 

 

 

 

Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. og aðaleigandi, sagði að sér litist vel á upphaf vertíðar. „Já, þetta er ágætis hvalur sem er að koma hérna. Við eigum eftir að sjá hvernig allt lítur út þegar hann er kominn upp á planið. Mikill veltingur á leiðinni getur haft áhrif á gæði kjötsins en það þarf ekkert að vera. Það er ómögulegt að sjá það fyrr en við förum að verka kjötið. Við frystum allar hvalafurðir sem við getum og restin fer svo í mjöl og lýsi. Lýsið notum við fyrst og fremst sjálfir sem eldsneyti og kyndum gufukatla hvalbátanna með því að einum fimmta hluta á móti svartolíu.“ Kristján segist ekkert vita um framtíð hvalvertíðarinnar. „Ég veit ekkert um hvernig vertíðin á eftir að ganga, þetta fer bara eftir veðri og vindum, eins og önnur sjómennska,“ sagði Kristján Loftsson á bryggjunni í Hvalfirði í dag.

 

Nánar verður fjallað um upphaf hvalvertíðar í máli og myndum í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is