Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2003 11:46

Dalamenn vilja eiga hitaveituna

Síðastliðinn fimmtudag boðaði byggðaráð Dalabyggðar til almenns borgarafundar í Dalabúð þar sem kynntar voru niðurstöður viðræðunefndar um mögulega sölu hitaveitu Dalabyggðar. Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns hefur verið skrifað undir samning um sölu veitunnar til Orkubús Vestfjarða með ákveðnum fyrirvörum en skoðanir eru afar skiptar um hvort selja beri hitaveituna. Á fundinum á fimmtudag, sem var vel sóttur, kom fram skýr vilji meirihluta fundarmanna til að kanna aðrar leiðir en sölu. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað er á sveitarstjórn að kanna möguleika á endurfjármögnun hitaveitunnar til hlítar áður en sala hennar verði staðfest. “Það er rétt að það kom allavega fram skýr afstaða þess fólks sem var á fundinum og samkvæmt niðurstöðum hans er mjög sterkur vilji hjá íbúunum til að eiga veituna áfram. Ég get viðurkennt það að þessi mikla andstaða við sölu kom mér á óvart,” segir Haraldur Líndal sveitarstjóri Dalabyggðar.
“Við höfðum kannað óformlega möguleika á endurfjármögnun og það var okkar mat að sá möguleiki væri ekki raunhæfur. Sveitarstjórn mun taka áskorun borgarafundarins fyrir á næsta fundi. Ég veit náttúrulega ekki hver niðurstaðan verður en ég vona að hvernig sem fer þá verði menn sáttir,” segir Haraldur. Aðspurður um áhrif hugsanlegrar athugunar á endurfjármögnun á það söluferli sem þegar er farið af stað segist Haraldur gera ráð fyrir að hægt verði að fresta staðfestingu sölunnar án þess að rifta samkomulaginu.

Ánægður
“Ég er ánægður með það í fyrsta lagi hvað íbúarnir hafa almennan áhuga á málefnum hitaveitunnar,” segir Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti S-listans sem er í minnihluta í sveitarstjórn Dalabyggðar. “Í mínum huga er ekki nokkrum vafa undirorpið að við eigum að berjast fyrir að eiga veituna áfram. Við fórum í þessar framkvæmdir á sínum tíma til að styrkja búsetuskilyrðin og við megum ekki missa þetta frá okkur. Núna er mikilvægast að róa niður þessa andstæðu póla sem myndast hafa í kringum þetta mál. Þetta pukur sem hér hefur verið fer afar illa í fólk. Ég held að þessi fundur hafi verið mjög gott innleg í að lægja öldurnar og það kom skýrt fram að íbúarnir vilja reyna að finna leiðir til að eiga veituna og ég vona að ákvörðun sveitarstjórnar verði í samræmi við þann vilja,” segir Sigurður Rúnar.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is