Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2003 03:39

Fyrrverandi formaður dró til sín ríflega eina milljón

Á aðalfundi Verkalýðsfélagsins Harðar í Borgarfirði, sem haldin var á dögunum kom fram að fyrrverandi formaður félagsins, Jón Sigurðsson, hafði dregið að sér um eina milljón krónur í leyfisleysi og án samþykktar stjórnar. Segja má að formaðurinn hafi verið í kjöraðstöðu til að brjóta af sér með þessum hætti þar sem hann var í raun starfandi sem: formaður og gjaldkeri. Formaðurinn fyrrverandi er byrjaður og að stærstum hluta búinn að endurgreiða félaginu umrædda upphæð samkvæmt upplýsingum Skessuhorns.
Grunur lék á að ekki væri allt með felldu í kjölfar formannsskipta fyrir einu ári. Grunurinn var síðan staðfestur þegar ársreikningar síðustu ára voru frágengnir. Alls hafa ársreikningar síðustu átta ára verið lagðir fram á síðustu tólf mánuðum en engir reikningar höfðu þá verið lagðir fram í hátt í áratug.
Kristín Ármannsdóttir, núverandi formaður Harðar, vildi lítið tjá sig um málið við Skessuhorn en staðfesti þó það sem að framan er sagt. Aðspurð um hvernig svona mál gæti komið upp, sagði Kristín. „Áður en ég tók við fyrir ári síðan hafði félagið verið rekið með ansi skrautlegum hætti í mörg ár. Síðasta fundargerð félagsins var frá árinu 1998 sem segir meira en mörg orð um rekstur félagsins. Ég hef komið því í gegn á einu ári að ársreikningar síðustu átta ára hafa verið lagðir fram og reksturinn er nú kominn í eðlilegt horf. Við munum vinna í þessum málum innan félagsins en ekki leysa þau í fjölmiðlum.“ Kristín bætti því að þó ábyrgðin lægi vissulega hjá fyrrverandi formanni þá væri ekki hægt að líta framhjá því að innra eftirlit félagsins hefði brugðist. Félagsmenn hefðu átt að fylgjast betur með rekstri félagsins sem hefði leitt til þess að hægt hefði verið að grípa í taumana fyrr.
Samkvæmt heimildum blaðsins munu fleiri hafa notið góðs af sjóðum félagsins en ljóst þykir að fyrrverandi formaður hafi útdeilt ótilgreindri upphæð til ákveðinna einstaklinga en þær fjárhæðir munu nú vera endurgreiddar að fullu. Kristín staðfesti þetta við blaðamann en vildi ekki gefa upp hversu háar fjárhæðir væri um að ræða.
Málið hefur ekki verið kært til lögreglu og mun ekki verða gert að sögn Kristínar.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Harðar, vildi ekki tjá sig um málið þegar Skessuhorn hafði samband við hann í gær.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is