Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2003 02:15

Banaslys á Borgarfjarðarbrúnni

Banaslys varð í morgun þegar stór gámaflutningabíll fór út af veginum á Borgarfjarðarbrúnni kl. 10:20.
Svo virðist sem að hjólbarður hafi sprungið og við það hafi ökumaður misst stjórn á bifreiðinni, farið yfir á öfugan vegarhelming og út af brúnni að norðanverðu. Það eina sem af bílnum sást var gámur, hálfur upp úr vatninu. Hringt var á hjálp og komu sjúkrabifreiðar frá Akranesi og Borgarnesi fljótt á staðinn. Einnig var fjöldi lögreglu- og björgunarmanna kallaður á svæðið frá Akranesi, Borgarnesi og Reykjavík.
Erfitt að finna bílinn
Erfiðlega gekk að finna bílinn og kom þyrla með kafara á staðinn. 6 kafarar og margir björgunarsveitarmenn á bátum leituðu að flakinu og upp úr 12:30 var hægt að hífa hús bílsins upp úr ósnum. Var maðurinn þá látinn. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu og líklegt þykir að hann hafi verið einn á ferð.
Borgarfjarðarbrú er lokuð fyrir umferð að svo stöddu og er fólki bent á að fara Borgarfjarðarbraut um gömlu Hvítárbrú.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is