Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2003 10:47

Vírnet sigraði

Sextán lið tóku þátt í hinu árlega og undur fallega Skessuhornsmóti í knattspyrnu sem fram fór í sjötta sinn á æfingasvæði ÍA á Jaðarsbökkum á Akranesi á laugardag. Þetta er metþátttaka á þessu móti og má reikna með að um 150 misefnilegir knattspyrnumenn hafi tekið þátt í mótinu.
Þrátt fyrir fjölmenni fór mótið í alla staði vel fram og að mestu án ofbeldisverka og aðeins örsjaldan þurfti að beita mikilvægustu grein reglugerðar um Skessuhornsmót sem felst í því að ákvarðanir mótsstjóra eru réttar jafnvel þótt þær séu rangar.
Það var lið Vírnets úr Borgarnesi sem sigraði á mótinu með sigurmarki hins bráðefnilega Ólaf Adolfssonar á lokamínútum úrslitaleiksins gegn Bíóhöllinni af Akranesi. Í þriðja sæti varð síðan lið Chelski úr Borgarnesi sem sigraði Isspiss frá Akranesi í vítaspyrnukeppni 10 - 7.
Skessuhorn þakkar Knattspyrnufélagi ÍA og Áka vallarverði sérstaklega fyrir veitta aðstoð sem og keppendum fyrir þó nokkuð drengilega keppni.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is