Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2003 07:08

Víkingur í Ólafsvík kominn í aðra deild

Víkingar léku síðari leikinn í undanúrslitum þriðju deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Mótherjarnir voru Höttur á Egilsstöðum og var leikið fyrir austan en fyrri leikurinn fór fram í Ólafsvík á laugardag. Þeim leik lauk með sigri heimamanna 1 – 0 og því stóðu Ólsarar vel að vígi þegar þeir flugu austur. Hagur þeirra vænkaðist enn frekar í upphafi leiks þegar þeir Helgi Reynir Guðmundsson skoraði fyrir Víking með góðum skalla. Þá var ljóst að heimamenn þyrftu að skora þrjú mörk til að tryggja sér sigurinn í viðureigninni þar sem mark á útivelli getur ráðið úrslitum. Það veikti vonir Hattarmanna enn frekar að fyrir lok fyrri hálfleiks var einum þeirra manna vikið af leikvelli en leikurinn var, eins og við var að búast, nokkuð harður af beggja hálfu.
Mörkin urðu ekki fleiri og fögnuðu þeir Víkingar því tvöföldum sigri í undanúrslitum og um leið sæti í 2. deild að ári. Leiknir úr Reykjavík tryggði sér einnig sæti í 2. deildinni en þeir unnu Núma í undanúrslitum. Víkingur og leiknir leika síðan til úrslita um helgina um Íslandsmeistaratitilinn í 3. deild.
“Við erum alveg í skýjunum,” sagði Jónas Gestur Jónasson, leikmaður Víkinga í samtali við Skessuhorn að leik loknum. “Við settum á þá snemma og það skipti sköpum í leiknum að mínu mati.” Aðspurður segir Jónas að þegar mótið hófst í vor hafi menn ekki átt von á þessum árangri. “Þetta kemur okkur á óvart, ekki síst að við skulum nú vera taplausir í 18 leikjum í röð. Við stefndum vissulega á að vera í baráttunni um að komast í úrslit en þetta er vonum framar. Við höfum verið að byggja upp lið úr ungum og efnilegum strákum og það er að skila árangri. Þjálfarinn Ejub Purisevic á að sjáfsögðu mikið í þessum sigri en hann hefur verið að gera virkilega góða hluti,” segir Jónas.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is