Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2013 12:01

Staðið í ströggli í fimm ár að fá leyfi til kræklingaræktar

Bergsveinn Reynisson bóndi á Gróustöðum við Gilsfjörð og formaður Skelræktar, samtaka kræklingaræktenda, sótti um leyfi til kræklingaræktar fyrir fimm árum. Enn er hann ekki kominn með leyfið og segir að ekki sé hægt að standa í því fyrir einyrkja að reyna að komast í gegnum eftirlits- og leyfisveitingakerfið hér á landi. Bergsveinn hefur áður vakið athygli á því hversu flókið og dýrt það er að afla tilskilinna leyfa. Það varð m.a. tilefni umræðna á Alþingi í fyrra en Bergsveinn segir ástandið hafi ekkert skánað síðan. Þvert á móti sé heldur eins og Umhverfisstofnun sé að herða tökin.

 

 

 

 

Bergsveinn segist hafa sótt um leyfi til Fiskistofu fyrir fimm árum en umsóknin strandað á því að hann lagði ekki fram endurskoðaða rekstraráætlun til þriggja ára heldur bara viðskiptaáætlun. Þegar hann síðan sóttu um aftur voru komin ný lög og málið í höndum Matvælastofnunar. Hann segir starfsmenn Matvælastofnunar hafa verið alla af vilja gerða til að setja sig inn í málin og vinna að málinu en þeir séu greinilega að drukkna í verkefnum vegna mannfæðar. Bergsveinn segist í síðasta tölvupósti sínum til Matvælastofnunar hafa sagt að það væri fínt að fá leyfið núna eftir fimm ár áður en hann gæfist endanlega upp. „En það er þó ár í að ég verði fimmtugur og ég er ekki úrkula vonar að leyfið verði komið þá, alla vega áður en ég verð orðið löggilt gamalmenni,“ segir Bergsveinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is