Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2003 08:11

Jóhannes í Bónus á borgarfundi

Fullt var út úr dyrum þegar um 70 manns komu á opinn fund um fyrirhugaðar framkvæmdir á Skagaverstúninu svo kallaða sem skipulags- og umhverfisnefnd Akraness stóð fyrir í bæjarþingsalnum s.l. miðvikudagskvöld. Að kynningu Magnúsar Guðmundsonar formans nefndarinnar tók Björn S. Lárusson verkefnisstjóri Skagatorgs ehf. við að skýra út tillögur að nýju deiliskipulagi svæðisins en fyrirtækið hyggst byggja þar tvær 10 hæða íbúðablokkir, með alls um 84 íbúðum, verslunarmiðstöð á einni hæð og hótelturn með fundasölum, veitingastað, skrifstofuhúsnæði og fleiru. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi skýrði fundarmönnum frá skipulagsferlinu og í máli hennar kom m.a. fram að ef tillagan verður samþykkt þá gefst þeim sem telja sig hagsmuna að gæta tækifæri til að koma sínum athugasemdum formlega á framfæri áður en Skipulagsstofnun staðfestir skipulagið. Að því ferli loknu geta framkvæmdir hafist.
Efasemdir
Skarpar umræður voru að kynningu lokinni og ljóst að mjög skiptar skoðanir eru meðal Skagamanna um ágæti þessarar tillögu. Margir hverjir töldu hana of stóra fyrir svo lítið samfélag og óttuðust að svo gæti farið að framkvæmdir rynnu út í sandinn á miðju verktímabili. Einnig voru menn uggandi yfir framtíð gamla miðbæjarins og þeirri þjónustu sem er þar fyrir. Þá bar á efasemdum um að rétt væri að reisa svo háar íbúðablokkir og hvort þetta svæði þyldi alla þá umferðaraukningu sem fylgdi í kjölfarið. Sveinn Knútsson verslunarmaður og eigandi Skagavers, einu verslunarinnar á svæðinu, bar upp formleg mótmæli þar sem hann taldi sig ekki hafa verið hafðan með í ráðum og taldi tillöguna bera vott um algjört metnaðarleysi bæjarstjórnar. Sveinn Kristinsson foreti bæjarstjórnar taldi þvert á móti að bæjarstjórn hefði mikinn metnað fyrir hönd bæjarfélagsins og metnaðarlaust hefði verið að vísa þessum athafnamönnum frá. Sveinn minnti á að gert hefði verið ráð fyrir að byggja upp verslun, þjónustu og íbúabyggð á þessum reit en lítið gerst þó svo að skipulagi hefði verið breytt.

Ekkert fast
Það vakti óneytanlega athygli fundarmanna að sjá Jóhannes Jónsson stórkaupmann í Bónus á meðal fundargesta. Að sögn Björns Lárusnar verkefnisstjóra Skagatorgs ehf fengu allir þeir sem hafa sýnt hugmyndinni áhuga fundarboð en verkefnið hefur verið kynnt fyrir Bónus sem og öðrum lágvöruverslunum. Enn sem komið er þó ekkert fast í hendi en ekki verður gengið frá neinum samningum fyrr en ljóst verður hvort af fyrirhuguðum stækkunarframkvæmdum Norðuráls verði.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is