Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2013 01:37

Gengið um sveit í Reykhólahreppi

Um Jónsmessuna eða dagana 21. – 24. júní nk. verður útivistarhelgin „Gengið um sveit“ haldin í þriðja sinn í Reykhólahreppi. Um er að ræða lengri og styttri göngur undir leiðsögn sem ættu að hæfa öllum aldurshópum. Föstudagurinn er helgaður börnunum. Á Báta- og hlunnindasýningunni verður börnum boðið að láta teyma undir sér á hesti, einnig er ratleikur og farið í barnagöngu að Staðarfossi. Langa gangan þetta árið verður farin um Hallsteinsnes. Hún er 5-7 klukkustunda löng og gefur mikla möguleika á að sjá haferni. Þar að auki eru margvíslegar göngur í boði.

Hægt er að kaupa helgarpakka og fjölskyldupakka sem gefur 50% afslátt í sund í laugarnar á Reykhólum og í Djúpadal, í Þaraböðin hjá SjávarSmiðjunni á Reykhólum, á Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum og á sýninguna hjá Össusetri Íslands í gamla Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi. Þar mun Handverksfélagið Assa jafnframt veita þeim sem taka þátt í göngunum 50% afslátt af kaffi og vöfflum. Þeir sem skrá sig í löngu gönguna eða í tvær stuttar fá einnig afsláttinn.

 

Frekari upplýsingar og verðskrá er hægt að sjá á Facebook síðu gönguhelgarinnar undir nafninu Gengið um sveit og á www.visitreykholahreppur.is. Opið er fyrir skráningar til og með morgundeginum, 20. júní og mælt er með að fólk skrái sig sem fyrst á netfangið info@reykholar.is eða hjá Hörpu Eiríksdóttur í síma 940-1011. Hægt er að skrá sig í göngur eftir 20. júní, en þá er afsláttur ekki veittur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is