Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2003 10:30

Íþróttafélög Snæfellsbæjar sameinuð

Umræður eru hafnar um hugsanlega sameiningu allra íþróttafélaganna í Snæfellsbæ. Félögin eru fjögur, Víkingur í Ólafsvík, Reynir á Hellissandi, Trausti í Breiðuvík og Ungmennafélag Staðarsveitar í Staðarsveit. Að sögn Huldu Skúladóttur hjá Umf Reyni var umræða um hugsanlega sameiningu tekin upp á fundi hjá Reyni og nefnd skipuð í kjölfarið sem falið var að ræða við stjórnir hinna félaganna.“Það hefur verið mikil samvinna milli þessara félaga frá því árið 1998 þegar Íþróttahúsið í Ólafsvík var tekið í notkun. Víkingur og Reynir hafa haft sameiginlegar æfingar fyrir krakka og sent sameiginlegt lið til keppni og þá hafa krakkarnir úr sveitunum einnig sótt þessar sameiginlegu æfingar. Við teljum að það geri allt starfið auðveldara að vera með eitt félag og eina stjórn líkt og gert var í Vestmannaeyjum t.d. þegar Týr og Þór sameinuðust í Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Það er búið að sameina sveitarfélögin á þessu svæði og í kjölfarið verkalýðsfélögin, skákklúbbana og fleiri félög. Af hverju ekki íþróttafélögin,“ segir Hulda.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is