Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2013 08:01

Hvalvertíðin hafin fyrir alvöru

Hvalvertíðin er hafin fyrir alvöru. Hvalur 8 kom með fyrstu langreyðina í Hvalstöðina í Hvalfirði á þriðjudaginn. Tveir hvalbátar héldu til veiða á sunnudagskvöld en vonskuveður og slæmt skyggni gerðu hvalföngurum erfitt fyrir í fyrstu. Þó náði Hvalur 8 þeim fyrsta á mánudagskvöldið og eftir langa siglingu af miðunum kom hann að landi um miðjan dag á þriðjudag. Fyrsti hvalurinn var myndarlegur tarfur, um 20 metra langur og fékkst hann djúpt út af Faxaflóa í um 160 sjómílna fjarlægð frá landi. Búist var við að Hvalur 9 legði af stað í land í gær með tvo hvali sem náðust á sömu slóðum. Alls má veiða 154 langreyðar á þessari vertíð.

Margir fylgdust með komu fyrsta hvalsins á þriðjudaginn og létt var yfir starfsmönnum Hvals hf. og íbúum Hvalfjarðarsveitar sem voru á staðnum. Lítið var um mótmæli en þó voru tveir mótmælaborðar upp í hlíðinni ofan við hvalstöðina. Hátt í tvö hundruð manns fá vinnu hjá Hval hf. meðan á vertíðinni stendur.

 

 

Nánar er sagt frá komu fyrsta hvalsins í Hvalfjörðinn í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is