Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2013 07:01

Lífsgæðin hafa aukist stórlega við meiri hreyfingu

Á öldum áður voru það léleg húsakynni, þrældómur og drepsóttir sem urðu Íslendingum hvað helst að aldurtila. Kæmust þeir á annað borð til fullorðinsára, í barnæsku fram hjá hindrunum eins og barnaveiki og skæðum barnasjúkdómum svo sem mislingum og kíghósta. Í dag er það hins vegar hreyfingarleysi og fylgifiskar velmegunar sem talið er ekki aðeins stytta líftímann heldur skerða lífsgæðin til mikilla muna. Fólk dettur oft á tíðum inn í það lífsmynstur án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því hvað það er að gera sjálfu sér og sínum nánustu. Magnús Brandsson útibússtjóri Íslandsbanka á Akranesi flaut þó ekki sofandi að feigðarósi í þessum efnum, gerði margar tilraunir til að vinna bug á hreyfingarleysinu og óhollustunni, en hélt ekki kúrsinum eins og margir. Gafst upp eftir skamman tíma og allt sótti í sama farið að nýju. Það var ekki fyrr en um síðustu áramót sem eitthvað fór að gerast vænlegt til árangurs hjá Magnúsi.

Hann segist geta þakkað Kristleifi yngri bróður sínum að hafa farið af stað í þetta og eiginlega stolið hugmyndinni frá honum. Síðan hafi hann orðið fyrir hugljómun á námskeiði sem Íslandsbanki hélt fyrir stjórnendur og millistjórnendur í bankanum 20. janúar sl. Það námskeið hafi fjallað um orkustjórnun til að ná betri árangri bæði í vinnu og einkalífi.

 

Lét vita af átakinu á Facebook

Magnús segist svo sem hafa reynt annað slagið að taka upp breytt og bætt líferni og prófað ýmislegt. „Það var eins og ég væri aldrei nógu staðfastur og setti mér ekki nægjanlega skilgreind markmið. Þegar svo Kristleifur bróður minn talaði um það fyrir áramótin síðustu að hann ætlaði að gera sér til gamans á komandi ári að ganga á Akrafjallið 42 sinnum, eða eina göngu fyrir hvert ár, fannst mér þetta góð hugmynd hjá honum og datt í hug að svona takmörk gætu kannski gagnast mér," segir Magnús.

 

Lesa má viðtal við Magnús Brandsson á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is