Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2013 10:01

Góð stemming á 17. júní á Vesturlandi

Á mánudaginn héldu íbúar Vesturlands upp á 17. júní með hátíðlegum hætti samkvæmt venju. Í þéttbýli jafnt sem dreifbýli var lýðveldis-stofnunarinnar minnst með margvíslegri skemmtidagskrá. Skrúðgöngur með prúðbúna lögreglumenn og skáta í broddi fylkingar, söngur ættjarðarsálma, flutningur hátíðarávarpa, útnefningar bæjarlistamanna og ljóðalestur fjallkvenna var meðal þeirra viðburða sem boðið var upp á en að auki sóttu margir íbúar kaffisölur sem hin ýmsu félög stóðu fyrir í tilefni dagsins. Börn báru gasblöðrur, rellur og íslenska fánann og þá klæddust sumir hinna fullorðnu þjóðbúningnum í anda dagsins. Þetta er í 69. skipti sem Íslendingar minnast lýðveldisstofnunnar sem fram fór á Þingvöllum hinn 17. júní 1944, á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar forseta.

 

Sjá má svipmyndir frá 17. júní hátíðarhöldum á Vesturlandi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is