Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2003 12:43

Tillaga ASÍ um Verkalýðsfélag Akraness samþykkt

Tillaga ASÍ sem borin var fyrir félagsmenn VA var samþykkt með miklum meirihluta greiddum atkvæða. 1110 voru á kjörskrá en 230 greiddu atkvæði. 78% sögðu já, 17% nei og 5% seðla voru auðir eða ógildir. Að sögn Halldórs Björnssonar formanns kjörstjórnar eru þeir á fullu spani við að undirbúa stjórnarkosningar. Halldór telur að niðurstaðan sýni vilja félagsmanna en kosið var um sömu tillögu sem framhaldsaðalfundur VA felldi fyrr á árinu. Halldór segir mjög mikilvægt að heimamenn taki við stjórn félagsins sem fyrst. Á næstunni verður auglýst eftir framboðum en frestur til að skila inn listum er til 10. október n.k.
Vilhjálmur Birgisson, sem kærði stjórn VA, sagðist vera mjög ánægður með þessi úrslit. „Nú verður loks kosið um nýja stjórn og við munum vera tilbúnir með lista þegar kemur að kosningum. Þetta er í höndum félagsmanna núna og vonandi lýkur þessum málum nú í eitt skipti fyrir öll“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur segist vera byrjaður að framfylgja dómnum sem heimilaði honum að skoða bókhaldsgögn félagsins og mun ljúka því á næstu 10-15 dögum. „Í framhaldi mun ég svo upplýsa félagsmenn hvers ég hef orðið áskynja.“ sagði Vilhjálmur að lokum.

Á þessari stundu er ekki ljóst hvort kosið verði um fleiri en einn lista eða listi Vilhjálms verði sjálfkjörinn. Engin þeirra fyrrum stjórnarmeðlima sem Skessuhorn ræddi við vildi staðfesta að annar listi væri í mótun en sumir töldu að ólíklegt yrði að kosið yrði um fleiri en einn lista.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is