Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2003 05:02

Aldurskiptingu skólanna mótmælt

Um síðustu helgi var haldinn opinn kynningarfundur í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík á vegum Snæfellsbæjar. Tilgangur fundarins var að ræða fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu og fá fram sjónarmið íbúanna og þá ekki síst foreldra grunnskólabarna. Fundurinn var vel sóttur enda hafa fyrirhugaðar breytingar verið mikið til umræðu meðal íbúanna að undanförnu. Á fundinum kom skýrt fram að ekki eru allir á eitt sáttir um þær tillögur sem skólanefndin hefur sett fram.
Eins og áður hefur komið fram í Skessuhorni ganga tillögur skólanefndarinnar út á að Hellissandur og Ólafsvík verði eitt skólahverfi og skólunum tveimur skipt eftir aldri, þ.e. að Grunnskólinn á Hellissandi verði yngribarnaskóli og í Ólafsvík verði eldri börnin frá báðum þessum þéttbýlisstöðum. Á Hellissandi yrði þá 1. - 4. bekkur en 5. - 10 í Ólafsvík og börnum keyrt á milli staðanna með skólabíl. Þess má geta að það er ekki nýnæmi því frá árinu 2000 hefur grunnskólabörnum á Hellissandi verið ekið í íþróttakennslu í Íþróttahúsinu í Ólafsvík og einnig hafa börn í 8 - 10. bekk frá Hellissandi sótt kennslu í valgreinum til Ólafsvíkur.
Ólsarar andvígir
Miðað umræðurnar á fundinum í Klifi virðist andstaðan við fyrirhugaðar breytingar vera mest hjá foreldrum barna í Ólafsvík en þar virðist gæta ótta við aksturinn á milli Ólafsvíkur og Hellissands. Kom meðal annars fram á fundinum það sjónarmið að umrædd leið væri stórhættuleg að vetri til. Þá kom einnig fram að foreldrar grunnskólabarana í Ólafsvík vildu hafa heildstæðan skóla á staðnum. Á fundinum var afhentur undirskriftalisti með undirskriftum um 200 íbúa þar sem þess var krafist að áfram yrði heildstæður skóli í Ólafsvík.

Ekkert ákveðið
„Frá því þetta verkefni hófst, að endurskoða fyrirkomulag skólamála, höfum við birt greinargerðir og fundargerðir sem fjallað hafa um málið í þeim tilgangi að íbúarnir fengju að fylgjast með þessari vinnu. Við höfum verið að kalla eftir viðbrögðum en þau hafa verið lítil fyrr en í haust,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Þessi fundur sem nú var haldinn þjónar einnig þeim tilgangi að kynna hugmyndirnar og ekki síður að fá umræðu og álit íbúanna. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Við skipuðum nefnd til að fara yfir tillögur skólanefndar til að leggja þær síðan fyrir bæjarstjórn.Sú nefnd skilar álit um áramót og hún mun fá það sem fram kom á íbúafundinum til að vinna úr og mun að sjálfsögðu taka tillit til þeirra sjónarmiða sem þar birtust,“ segir Kristinn.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is