Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2004 07:51

Ríkið minnkar þátttöku í minkaveiðum

Á síðasta fundi bæjarráðs Borgarbyggðar á nýliðnu ári var samþykkt áskorun þess efnis að skora á Alþingi og opinberar stofnanir að endurskoða sín vinnubrögð varðandi samskipti við sveitarfélög þar sem um er að ræða sameiginlega málaflokka þessara aðila.
Tilefnið var bréf frá Umhverfisstofnun frá því snemma í desember þar sem tilkynnt er að endurgreiðsla vegna minka- og refaveiði verði skert úr 50% í 30%. Sveitarfélög bera kostnað af eyðingu refa og minka en fá endurgreiðslu hluta kostnaðar frá ríkinu. „Hlutur ríkisins var skertur með einhliða ákvörðun og það í árslok. Það gefur auga leið að það er ómögulegt fyrir okkur að gera fjárhagsáætlanir þegar við getum ekki treyst á að það fjármagn sem ríkinu er ætlað að greiða skili sér og ákvarðanir sem þessar teknar fyrirvaralaust,“ segir Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar.
Páll segir að fyrir sveitarfélag eins og Borgarbyggð sé refa og minkaveiði nokkuð stór kostnaðarliður. Megi reikna með að hlutur ríkisins minnki með fyrrnefndri ákvörðun um sem nemur hálfri milljón króna.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is