Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2013 08:01

Kunnugur flestum höfnum landsins

Friðrik Jónsson hefur komið víða við á lífshlaupinu. Sem ungur piltur starfaði hann meðal annars sem þingsveinn á Alþingi þar sem hann hljóp inn í þingsal og lét þingmenn vita ef þeir fengu símtal. Lengst af starfaði Friðrik hins vegar hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, var fyrsti skipstjóri á Freyfaxa og síðar útgerðar- og sölustjóri verksmiðjunnar. Eftir 25 ára dvöl á Akranesi flutti hann aftur á höfuðborgarsvæðið þar sem hann hóf nám við Myndlistarskóla Kópavogs, þá kominn á áttræðisaldur. Þar stundaði hann samfellt nám í 18 ár þegar hann var gerður að heiðursfélaga við skólann. Hann hefur haldið tíu einkasýningar og hélt meðal annars sýningu hjá Bílási á Akranesi þegar fyrirtækið fagnaði 30 ára afmæli sínu á dögunum. Blaðamaður Skessuhorns leit í heimsókn til Friðriks í liðinni viku og spjallaði við þennan síunga listamann.

Byrjaði að vinna tíu ára

„Ég fæddist á Akureyri árið 1921 en var ekki nema tveggja ára þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur,“ segir Friðrik í byrjun spjalls er við komum okkur fyrir í íbúð hans í Kópavoginum. „Systkinahópurinn var ansi stór. Alls vorum við tíu og níu okkar komust til manns. Þegar jafn stór barnahópur er á heimilinu þarf auðsjáanlega töluverða fjármuni til þess að fleyta fjölskyldunni áfram svo við lærðum snemma að bjarga okkur sjálf. Þetta var á kreppuárunum milli stríða og hef ég því kynnst alvöru kreppu, ekki eins og þeirri sem Íslendingar gengu nýlega í gegnum. Ég byrjaði ungur að selja og bera út blöð, þá bjó ég til jólapoka, bolluvendi og steypti tindáta sem ég síðan fékk að selja hjá kaupmanninum,“ segir Friðrik en tíu ára gamall byrjaði hann að vinna fyrir sér hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur sem þá var niðri í Hafnarstræti 5. „Uppi í risinu var þá kornmylla og bændur komu þangað til þess að kaupa korn. Á þeim árum var enginn sími innanhúss og fólst mitt starf í því að hlaupa með afgreiðsluseðlana upp í ris þegar bændurnir höfðu greitt fyrir kornið. Ellefu ára var ég síðan lyftuvörður hálfan daginn hjá sama fyrirtæki.“

 

Sjá nánar viðtal við Friðrik Jónsson í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is