Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2013 10:01

Þrífst best þegar mikið er að gera

Þórður Gylfason, eða Harry eins og hann er oft kallaður, er frá Akranesi og fæddur árið 1985. Hann er að leggja lokahönd á kokkanám og hefur nú opnað Kaffihúsið Kaffi Emil í Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar ásamt þeim Guðrúnu, Ragnari Smára og Heimi Þór. Þórður er einnig kokkur á Hótel Framnesi í Grundarfirði. Kaffihúsið opnuðu þau laugardaginn 8. júní síðastliðinn og er það opið frá níu á morgnana til sex á kvöldin enn sem komið er. Ástæða þess að Þórður er kallaður Harry er sú að er hann var búsettur á Spáni og áttu þarlendir vinir hans erfitt með að bera fram nafn hans. Þegar vinir hans urðu vitni að því að breskir ferðamenn vildu ólmir láta taka mynd af sér með Þórði, sökum þess hversu líkur hann er Harry Bretaprinsi, varð gælunafnið Harry til og virðist það ætla að festast við hann. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Þórði fyrir utan Kaffi Emil í glampandi sólskini og ræddi við hann um kaffihúsið, námið og sitthvað fleira.

Átti krá á Spáni

Þórður kveðst ofvirkur og með athyglisbrest, sem hrjáð hafi hann í námi áður fyrr. „Ég var rekinn úr Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 2002 vegna slakrar mætingar og þá stóð valið hjá mér á milli þess að fara í annan skóla eða að fara á vinnumarkaðinn. Ég tók þriðja möguleikann og fór mitt á milli, í kokkanámið. Fram að því hafði ég ekki mikinn áhuga fyrir öðru en að borða. Ég vorkenni mönnunum sem tóku við mér á Hótel Selfossi þegar ég byrjaði þar í náminu. Ég vissi ekki að pylsa kæmi soðin í verslanir og vissi eiginlega ekki neitt,“ segir Þórður.

 

Sjá viðtal við Þórð Gylfason í Kaffi Emil í Grundarfirði í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is