Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2013 10:12

Víkingar naumlega úr leik í Borgunarbikarnum

Fjölmargir áhorfendur á Ólafsvíkurvelli í gær fengu mikið fyrir peninginn þegar Víkingar tóku á móti Fram í 16 - liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn bauð upp á hörkuspennu og ágætis fótbolta á köflum. Fram hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og skorað talsvert. Víkingar gáfu þeim lítið ráðrúm til þess en þó tókst Almari Ormarssyni að koma gestunum yfir á 29. mínútu. Hólmbert Aron Friðjónsson Frammari fékk boltann úti á hægri kanti upp úr klafsi þar sem heimamenn vildu fá brot. Hann sendi boltann á Lennon sem lék áfram og stakk boltanum í gegn á Almarr sem kláraði færið vel, við litla gleði heimamanna innan vallar sem utan. Framarar voru sterkari í byrjun seinni hálfleiks og voru þá klaufar að bæta ekki marki við og bæta stöðuna. Fátt markvert gerðist síðan fyrr en á 70. mínútu að Tomasz Luba stakk inn fyrir vörnina á Fannar Hilmarsson sem kláraði færið mjög vel, vippaði boltanum yfir Ögmund í markinu. Fyrsta mark Víkings í töluverðan tíma og leikurinn orðinn jafn, 1:1.

Heimamenn fengu aukið sjálfstraust og sóttu nokkuð stíft að marki gestanna. Næst því að skora komst Guðmundur Magnússon sem átti flottan skalla eftir hornspyrnu en Ögmundur markvörður varði vel með því að slá boltann yfir markið. Komið var því í framlengingu sem var bragðdauf og lítið að gerast. Grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni sem var í dramatískara lagi. Víkingurinn Damir byrjuðu á því að misnota víti en það kom ekki að sök þar sem Einar Hjörleifsson vítabaninn í marki Víkinga varði frá Hauki Baldvinssyni. Aðrir skoruðu í spyrnunum fimm og því þurfti bráðabana. Þar brást Alfreð Már Hjaltalín bogalistin en Frammarinn Alan Lowing, skoraði þannig að Frammarar komust naumlega í 8-liða úrslitin með lokatölurnar 5:6. Víkingar geta hinsvegar einbeitt sér að deildarkeppninni og þar mæta þeir næst KR-ingum í Frostaskjóli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is