Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2013 03:02

Fór úr mótorhjólasportinu á reiðhjólið

Hjólreiðar eru að verða vinsæl íþróttagrein á Íslandi sem glöggt má sjá á fjölda skráninga í hjólreiðakeppnir. Er þar skemmst að minnast stóraukinnar þátttöku í Jökulmíluna sem fram fór um síðustu helgi á Snæfellsnesi þar sem þátttakendur voru hátt í hundrað, og þá ekki síst í Bláalónsþrautina fyrir hálfum mánuði þar sem um 550 manns tóku þátt, en aðeins átta hjóluðu þegar hún var haldin í fyrsta skipti fyrir 15 árum. Þessi vaxandi áhugi á hjólreiðum, sem væntanlega má að hluta þakka átakinu Hjólað í vinnuna, teygir einnig anga sína á Akranes. Þar eru nokkrir öflugir hjólreiðakappar og enginn þó eins magnaður og Hilmir Auðunsson, sem náð hefur ótrúlegum árangri á hjólamótum, einkanlega í sprettkeppnunum sem hann hreinlega „rúllaði“ upp á síðasta ári. Þar gilti stigaútreikningurinn fyrir þrjú mót, en Hilmir gerði sér lítið fyrir og sigraði á öllum fjórum keppnunum. Hilmir lét sér lynda sjöunda sætið í Jökulmílunni um síðustu helgi.

Of þungur en góður á sprettinum

Hilmir er pípulagningamaður og þrátt fyrir erfiða vinnu tók hann þátt í flestum mótunum á síðasta ári, en það var fyrsta árið hans í meistaraflokki. Hilmir byrjaði reyndar ekki á reiðhjóli að ráði fyrr en árið áður og fyrsta mótið sem hann tók þátt í var hjólmót sem haldið var á Akranesi á Írskum dögum sem hjólabúðin Nes-Sport stóð fyrir. Aðspurður segist Hilmir koma svolítið óvenjulega leið inn í reiðhjólasportið, þar sem hann var áður mikið í Motókrossi og Endure og hans aðalgreinin var sú síðarnefnda, en þar er keppt á merktum brautum í landslagi, ekki tilbúnum brautum.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is