Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2013 11:36

Tillögur að endurbótum á Skallagrímsgarði kynntar fyrir íbúum

Snemma í vor vann Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt tillögur um endurbætur á Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Tillögurnar vann Samson fyrir Borgarbyggð og voru þær lagðar fram í skýrsluformi til umræðu í umhverfis- og skipulagsnefnd í apríl. Nefndin tók þá ákvörðun að kynna tillögurnar fyrir íbúum áður en ákvörðun um að hefja framkvæmdir yrði tekin. Nú hefur verið ákveðið að kynning þeirra fari fram í Skallagrímsgarði fimmtudaginn 27. júní nk. kl. 16 þar sem Samson mun fara yfir tillögur sínar og kynna þær fyrir íbúum. Í samtali við Skessuhorn sagði Samson að um fyrstu tillögur sé að ræða. Tillögurnar eru þó ekki fastmótaðar og enn í mótun.

 

 

Í skýrslunni segir Samson að markmið breytinganna sé að ná aftur fram þeim grunnþáttum sem einkenndu Skallagrímsgarð í marga áratugi, svo sem grunnform hans, stígakerfi og skrúðgarðayfirbragð. Að hans mati er ástand garðsins ekki í samræmi við þær væntingar sem gerðar eru til aðalskrúðgarðs bæjarins, einkum vegna þess að trjágróður hans er orðinn of mikill. Gróður er ýmist of þéttur og of hávaxinn þannig að skuggamyndun er orðinn meiri en góðu hófu gegnir. Þessi mikla skuggamyndun rýrir verulega vaxtarskilyrði lágvaxnari skrautgróðurs og grasflata auk þess sem hann gerir garðinn ófýsilegri til dvalar fyrir fólk. Þéttur trjágróður hindrar einnig yfirsýn yfir garðinn og það flæði og aðgengi sem æskilegt er í almenningsgarði.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is