Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2013 10:20

Helgu Maríu AK verður nú breytt í ísfisktogara

Í gær var lokið við að landa fyrsta farminum af frystum afurðum í Ísbjörninn, nýja frystigeymslu HB Granda við Norðurgarð í Reykjavík. Afurðirnar voru úr síðustu veiðiferð Helgu Maríu AK sem frystitogara en skipinu verður nú siglt til Póllands þar sem því verður breytt í ísfiskstogara. Áætlað er að breytingarnar taki tæpa fjóra mánuði. Þar með er 25 ára farsælum ferli skipsins sem frystitogara lokið. Eftir breytinguna mun verða rými fyrir 640 kör af fiski í kælilest skipsins en það samsvarar um 180 tonnum af fiski upp úr sjó. Á þilfari verður svo kælirými fyrir um 50 kör af lifur og öðrum aukaafurðum.  Að sögn Steindórs Sverrissonar, útgerðarstjóra frystiskipa HB Granda, var afli Helgu Maríu úr síðustu veiðiferð um 8.000 kassar en það svarar til um 190 tonna af afurðum eða um 275 tonnum af fiski upp úr sjó. Uppistaða aflans var þorskur og karfi, auk grálúðu og minna magns af öðrum fisktegundum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is