Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2013 09:01

Skemmtismiðja á Akranesi í sumar

Þegar styrkjum í sóknaráætlun landshluta fyrir Vesturland var úthlutað nýverið kom einn þeirra í hlut verkefnis sem nefnist Skagaferðir. Að þessu verkefni standa tveir kennarar við Brekkubæjarskóla á Akranesi, þær Hildur Björnsdóttir og Hafdís Bergsdóttir. Skessuhorn vildi gjarnan forvitnast meira um þetta verkefni, en um það segir í umsögn úthlutunarnefndar að markmið þess sé að bjóða ungu fólki tækifæri og um leið hvetja til útivistar og skemmtunar yfir sumartímann. Einnig sé markmið með verkefninu að auka ferðamannastraum til Akraness með auknum afþreyingarmöguleikum.

Heilbrigð skemmtun

Þær Hildur og Hafdís segja að Skagaferðir verði nafn á ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Akranesi. Stefnt er að því að sú starfsemi fari í gang vorið 2014 og er útvíkkun og þróun á verkefni sem þær verða með í sumar og nefnist Skemmtismiðjan. Það verkefni skilgreina þær sem samveru og heilbrigða skemmtun fyrir unglinga; hópefli, útivist, ævintýri og skemmtun í bland. „Í gegnum starf okkar með unglingum höfum við tekið eftir að það vantaði afþreyingu fyrir unglinga á sumrin og þar sem okkur finnst ákaflega gaman að vinna með þessum krökkum kviknaði þessi hugmynd. Upphaflega var námskeiðið hugsað fyrir nemendur í 7.-9. bekk en þegar krakkarnir í 10. bekk fréttu af þessu vildu þeir endilega fá að vera með líka. Það kom okkur því skemmtilega á óvart hvað nemendur okkar sýndu þessu mikinn áhuga og virðast umbera okkur vel,“ segja þær hlæjandi.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is