Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2013 03:37

Langisandur orðinn Bláfánaströnd

Langisandur er orðinn bláfánaströnd og var bláfáninn dreginn í fyrsta skipti að húni við sandinn um klukkan 13:13 í dag, fimmtudaginn 20. júní. Athöfnin hófst með söng leikskólabarna og ávarpi Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra. Í ávarpi hennar kom fram að Langisandur hefði staðist allar þær kröfur sem gerðar eru til þeirrar alþjóðlegu umhverfisvottunar sem bláfáninn er, svo sem til vatnsgæða og hreinleika. Í umsóknarferlinu voru meðal annars tekin sýni úr flæðarmálinu við sandinn og komu þau vel út, þannig að sjósundsfólk og aðrir baðstrandargestir þurfa ekkert að óttast að baða sig á sandinum og synda í sjónum. Umsóknarferlið var unnið af mikilli kostgæfni af Írisi Reynisdóttur garðyrkjustjóra Akraneskaupstaðar. Landvernd hefur yfirumsjón með bláfánavottuninni á Íslandi og var Salome Hallfreðsdóttir mætt með viðurkenninguna og bláfánann sem hún afhendi Regínu og Írisi. Þær þrjár hjálpuðust síðan við að flagga fánanum. Langisandur er þriðji náttúrulegi baðstaðurinn á Íslandi sem fær bláfánavottun, hinir eru Bláa Lónið og Ylströndin í Nauthólsvík. Þá eru fjórar smábátahafnir í landinu með bláfánavottun, en erlendis er hún mjög eftirsótt og til marks um hreinleika og heilnæmi náttúru og umhverfis.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is