Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2003 09:51

Hátt hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Snæfellsnesi

Í nýjasta hagvísi SSV þróunar og ráðgjafar, (áður Atvinnuráðgjöf Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi) sem gefinn er út á Veraldarvefnum af Vífli Karlssyni hagfræðingi verður fjallað um fjölda íbúa með erlent ríkisfang á Vesturlandi.
Þar sem fjallað er um íbúa með erlent ríkisfang kemur fram að í desember 2002 hafi verið 10.221 íbúi á Íslandi með erlent ríkisfang á Íslandi, eða 3,5% allra landsmanna. Þar er um að ræða nokkra fjölgun frá árinu 2000 þegar þeir voru 8.821. Á Vesturlandi var 471 íbúi með erlent ríkisfang 1. desember 2002 eða 3,2% allra vestlendinga. Fjölgunin er ekki mikil frá árinu 2000 en þá voru þeir 453.
Þrjú sveitarfélög á Vesturlandi eru meðal þeirra 15 sem hafa hlutfallslega flesta íbúa með erlent ríkisfang. Það eru Leirár- & Melahreppur með 8,2%, Grundarfjarðarbær 7,7% og Snæfellsbær 7,4%. Það er hinsvegar Tálknafjarðarhreppur sem er með hæsta hlutfallið eða 16,8%.
Þá kemur að hlutfall íbúa með erlent ríkisfang fer heldur vaxandi á milli áranna 2000 og 2002 í þeim sveitarfélögum sem þeir eru flestir jafnvel þó þeim fjölgi ekki fyrir kjördæmið í heild á sama tíma.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is