Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2003 04:02

Ásatrúarmenn líta hýru auga til Akraness

Þegar ásatrúarmenn blótuðu nú í haust heimsóttu þeir m.a. Steinasafnið á Akranesi. Í þeirri heimsókn kviknaði áhugi þeirra á að reisa sér hof á Akranesi. Nú hefur Haukur Halldórsson myndlistarmaður gert líkan að hofi sem hann við láta reisa við Safnasvæðið á Görðum. Um er að ræða hringlaga hof sem gert er með hliðsjón að lýsingum á fornum hofum sem rekið væri í tengslum við veitingamann og opið almenningi. Hofið væri jafnframt blótsstaður ásatrúarmanna, þrungið táknum með myndum úr Eddukvæðum á veggjum og hurðum í höfuðáttir.
Haukur Halldórsson sagðist í samtali við Skessuhorn vera sannfærður um að slíkt hof myndi hafa gríðarleg áhrif á ferðamannstraum til Akraness. „Annaðhvort reynum við að ná túristunum inn eða látum þetta vera. Það hefði mikil áhrif að vera fyrstir með gamalt hof og er enginn staður betur til þess fallinn en Akraness því þar hefur alltaf verið kristni,“ sagði Haukur. Kristnir menn numu Akranes og kristin trú verið þar ríkjandi allar götur síðan. Hugmyndir um hofið hafa ekki fengið formlega umfjöllun á Akranesi og því óljóst hvort af síðbúnu trúboði ásatrúarmanna verði.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is