Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2004 06:12

Borgfirðingar hvetja til lækkunar gangagjalds

Á fundi sveitastjórnar Borgarfjarðarsveitar þann 11. desember sl. var fjallað um veggjaldaskýrslu sem samgönguráðuneytið sendi nýlega frá sér og fjallað hefur verið um í Skessuhorni. Sveitarstjórnarmenn voru alls ekki ánægðir með afstöðu samgönguráðuneytisins og var eftirfarandi bókun gerð:
„Sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar þakkar fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í að kanna niðurfellingu/lækkun veggjalda í Hvalfjarðargöngin. Ljóst er að höfundar hafa lagt töluverða vinnu í gerð hennar og má glöggt greina í henni að þeim er ljóst hversu letjandi þessi gjaldtaka er fyrir aukna umferð um Vesturland.
Einmitt þess vegna harmar sveitarstjórn þá niðurstöðu að ekki sé ástæða fyrir ríkisvaldið að koma að málinu með beinum hætti. Meðan ekki er til formleg stefna stjórnvalda um einkaframkvæmdir í gerð og rekstri samgöngumannvirkja er ólíðandi að einn landshluti umfram aðra líði fyrir það stefnuleysi. Öllum landsmönnum er frjáls för um samgöngumannvirki á landinu nema um Hvalfjarðargöng. Hagrænt gildi þeirra er þó augljóst og langt umfram ýmsar aðrar framkvæmdir sem þó er ekki verið að öfundast út af. Sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og hvetur samgönguráðherra og stjórnvöld til að endurskoða hana hið fyrsta.“
Nú hafa fulltrúar allra stærstu sveitarfélaganna í Borgarfjarðarhéraði mótmælt niðurstöðu skýrslunnar og skorað á samgönguráðherra að grípa til einhverra aðgerða til lækkunar á gangagjaldinu. Ummæli Sturlu Böðvarssonar hafa ekki gefið sérstakt tilefni til bjartsýni um að ríkið taka þátt í að lækka gangagaldið. Á því gæti hins vegar verið breyting ef marka má frétt á heimasíðu Spalar. Samkvæmt þeirri frétt lét samgönguráðherra þau orð falla í utandagskrárumræðu á Alþingi að ríkisstjórnin stefndi að því að lækka 14% virðisaukaskatt á veggjald í Hvalfjarðargöngum og að til greina komi að ríkið taki á sig hluta af tryggingum ganganna. Þess konar aðgerðir eru mjög í takt við þær ábendingar sem sveitarstjórnarfulltrúar á Akranesi, Borgarbyggð og nú síðast Borgarfjarðarsveit hafa hvatt til.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is