Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2003 11:06

Niðurskurður á fjárveitingum til Fjöliðjunnar

Þorvarður Magnússon forstöðumaður Fjöliðjunnar á Akranesi hefur lýst yfir áhyggjum sínum á fjárhagstöðu Fjöliðjunnar miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins. Fjöliðjan fékk auka fjárveitingu uppá 2,5 mkr árið 2002 vegna fjölgunar á einstaklingum. Sú fjárveiting var endurnýjuð ári síðar sem sérstök fjárveiting en í fjárlögum ársins 2004 er hins vegar tekið sérstaklega fram að þessi sérstaka fjárveiting verði lögð niður. Að sögn Þorvarðar skýtur það skökku við að fá niðurskurð núna í lok árs fatlaðra. Einnig sé þetta mjög bagalegt því þeir einstaklingar sem komu inn árið 2002 eru enn að störfum hjá Fjöliðjunni auk þess sem biðlisti hefur myndast.
„Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þetta gangi eftir, hingað til hafa þingmenn kjördæmisins staðið eins og klettar á bakvið starfsemina. Það þarf að berjast fyrir hverri einustu krónu sem fer í þennan málaflokk og það ætla ég mér að gera.“ Sagði Þorvarður í viðtali við Skessuhorn.
Bæjarráð Akraness hefur lagst á sveifina með Fjöliðjunni og sent félagsmálaráðherra, fjárlaganefnd og þingmönnum kjördæmisins áskorun þess efnis að sjá til þess að úr málinu verði leyst þannig að Fjöliðjan geti starfað áfram með viðunandi hætti.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is