Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2003 11:55

Samgönguráðherra vill aukna uppbyggingu á Hvanneyri

Þetta vakti athygli manna þegar Sturla Böðvarsson flutti ávarp við vígslu nýs skrifstofu-húsnæðis á Hvanneyri á dögunum. Samgönguráðherra notaði tækifærið til að hvetja þingmenn norðvesturkjördæmis til að beita sér fyrir því að flytja hluta af starfsemi rannsóknarstofnunar Landbúnaðarins við Keldnaholt að Hvanneyri. „Það er alveg ljóst að undir forystu Magnúsar B. Jónssonar hefur staðan styrkst. Hvanneyri á mikla möguleika til að styrkja stöðu sína enn frekar með höfuðborgarsvæðið nánast í túnfætinum. Útþensla höfuðborgarinnar þrengir að starfseminni á Keldnaholti og því tel ég að það væri í þágu aukinna hagkvæmni að nýta aðstöðuna á Hvanneyri til rannsókna,“ sagði Sturla Böðvarsson í samtali við Skessuhorn.
Aukin uppbygging háskólasamfélagsins í Borgarfirði hefur gert það að verkum að meiri möguleiki er að fá fært starfsfólk. Sturla segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá þingmönnum kjördæmisins en hins vegar mjög góð viðbrögð frá forsvarsmönnum landbúnaðarins í héraðinu. Magnús B. Jónsson rektor LBH sagðist ánægður með hugmyndir ráðherra og telur að auknar rannsóknir myndu styrkja stofnunina enn frekar.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is