Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2013 10:31

Skagamenn úr leik eftir framlengingu

Það var fjarri lagi að marktækifærin kæmu á færibandi þegar Skagamenn tóku á móti Breiðabliki í Borgunarbikarnum í gærkveldi. Leikurinn fór fram í mikilli veðurblíðu og áhorfendur sáu annan brag á Skagaliðinu en verið hefur fyrr í sumar; baráttu, kraft og meira spil en yfirleitt hefur sést. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Eftir markalausan venjulegan leiktíma komu mörkin í framlengingu og það voru Blikar sem náðu að brjóta ísinn. Mörk Kópavogsbúa voru orðin þrjú þegar framlengingin var á enda án þess að heimamönnum tækist að svara fyrir sig. Leikurinn einkenndist af baráttu milli teiganna og þokkalegri knattspyrnu án þess að liðin væru að skapa sér færi.

 

 

 

 

Nýir stjórnendur Skagaliðsins, Jón Þór Hauksson og Dean Martin, væntanlega í samráði við nýjan þjálfara Þorvald Örlygsson, tóku það til bragðs að færa Ármann Smári Björnsson úr vörninni í stöðu fremsta sóknarmanns hjá ÍA. Leikur liðsins einkenndist því talsvert af löngum háum sendingum fram á Ármann og í nokkur skipti skapaði það hættu. Það var þó ekki fyrr en á 80. mínútu leiksins sem einhver veruleg hætta skapaðist upp við annað markið og þá voru það Blikar sem áttu þunga sókn og Skagamenn voru heppnir að sleppa fyrir horn. Langt var liðið á fyrri hluta framlengingar þegar loksins kom mark í leikinn. Húsvíkingurinn í liði Blika, Árni Elfar Aðalsteinsson, fékk þá góða sendingu inn í teiginn, snéri af sér varnarmann ÍA og klíndi boltanum upp í hornið óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson sem átti annars góðan leik í Skagamarkinu. Skömmu síðar munaði minnstu að Ármanni Smára tækist að jafna fyrir ÍA þegar hann átti þrumuskot frá vítateigslínu í þverslána. Skagamenn freistuðu þess að sækja og jafna metin en var svo hegnt á síðustu mínútum framlengingarinnar með tveimur mörkum, frá Ellerti Hreinssyni og Tómasi Óla Garðarssyni. Sá síðarnefndi gerði varnarmönnum ÍA lífið leitt með hraða sínum og leikni eftir að hann kom inn á seint í leiknum. Það verður því Breiðablik sem heldur áfram í 8-liða úrslitin en Skagamenn munu einbeita sér að Pepsídeildinni enda mikið átak þar framundan.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is