Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2004 11:29

Menningin aðeins á Akureyri?

Sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi vonsviknir yfir nýjum samningi við Akureyringa
Skömmu fyrir áramót var undirritaður menningarsamningur milli ríkisins og Akureyrarbæjar sem felur í sér að Akureyri sé miðstöð menningarstarfs utan höfuðborgarsvæðisins og tryggir Akureyri umtalsvert fjármagn til eflingar menningarstarfs. Samkvæmt samningnum fær bærinn 240 milljónir í sinn hlut frá ríkinu á næstu þremur árum.
Þessi tíðindi komu nokkuð flatt upp á sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi ekki síst þar sem menningarsamningi við Vesturland var skotið á frest vegna skorts á fjármagni í þennan málaflokk. „Þessi samningur við Akureyri er að vísu endurnýjun á gömlum samningi en menn vissu ekkert um þetta hér fyrr en allt var um garð gengið og það kom okkur vissulega á óvart þar sem við stóðum í þeirri trú að við værum næst,“ segir Helga Halldórsdóttir formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. „Samningurinn við Vesturland hefur verið í undirbúningi frá í maí 2001 þannig að nú er þriðji menntamálaráðherrann að koma að þessu máli. Málið var vel undirbúið hér heima fyrir af starfsmönnum Atvinnuráðgjafar Vesturlands og sérstökum vinnuhópi og síðustu misseri höfum við bara beðið. Við urðum því fyrir miklum vonbrigðum þegar við fréttum af þessum samningi við Akureyrarbæ þótt við getum að sjálfsögðu unnt Akureyringum að fá sinn skerf. Við viljum bara líka fá það sem við teljum okkur eiga inni, „segir Helga. Aðspurð um hvort umræddur ráðherra sé þarna að hygla eigin kjördæmi á kostnað annarra segir Helga að vissulega líti málið þannig út. „Það eiga allir landshlutar rétt á að fá fé til menningarmála og við getum ekki annað en litið á þetta sem ákveðna lítilsvirðingu. Hver ætlar svosem að meta það hvort það sé meiri menning í einum landshluta en öðrum?“
Helga segir að sveitarfélögin á Vesturlandi bindi miklar vonir við að nýr menntamálaráðherra taki málaumleitan þeirra vel þannig að Vesturland fái langþráðan menningarsamning árið 2005.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is