Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2013 11:21

Blíðuveður á Skaganum hjá sjóstangaveiðifólki

Ellefu bátar með 34 stangaveiðimenn um borð lögðu úr höfn á Akranesi á slaginu klukkan sex í morgun. Blíðskaparveður tók á móti veiðimönnunum, sem koma víða að af landinu, á þessum lengsta degi ársins. Flestir bátarnir tóku stefnuna vestur með Flösinni og stefndu á Þormóðssker eða inn undir Mýrar. Þar hefur verið ágætis veiði á færi síðustu daga af millistórum fiski. Aðrir fóru svo beint út af Flösinni. Stærðartakmörk á þorsk og ufsa er 45 sentimetrar að lágmarki en veiðimönnum er þó ætlað að koma með undirmálsfisk að landi líka en hann er ekki vigtaður sérstaklega sem hluti af feng þeirra á mótinu.

 

 

 

 

Veitt er til kl 14.00 í dag og fljótlega eftir það má fara að búast við fyrstu bátunum í land en þeir sem lengra hafa farið skila sér líklega ekki í land fyrr en milli kl. 15 og 16. Allur afli er vigtaður námkvæmlega og mældur og verðlaun af ýmsum toga veitt á lokahófi eftir seinni veiðidag mótsins á morgun. Meðal verðlauna sem veitt eru má nefna aflahæsta veiðimann, aflahæsta bát og aflahæsta heimamann, sem eingöngu Akurnesingar sem taka þátt í mótinu, eiga möguleika á að hljóta, en sex Akurnesingar eru meðal þátttakenda. Þá eru veitt verðlaun fyrir stærsta fisk mótsins og stærstu fiska af hverri tegund en búast má við 5-8 tegundum úr sjó. Keppendum er skipt upp í sveitir og er aflahæsta sveit einnig verðlaunuð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is