Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2013 01:25

Íslandsmótið í holukeppni hófst í morgun í Borgarnesi

Íslandsmót karla og kvenna í holukeppni í golfi hófst í morgun á Hamarsvelli í Borgarnesi. Það er Golfklúbbur Borgarness sem sér um skipulagningu mótsins í samstarfi við Golfsamband Íslands en það er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Allir bestu kylfingar landsins eru skráðir til leiks, samtals 58 kylfingar, 32 karlar og 26 konur, og er keppt í riðlakeppni í fyrstu þremur umferðunum sem fram fara í dag og í fyrramálið. Átta manna úrslit fara síðan fram eftir hádegi á morgun. Á sunnudagsmorgun fara loks fram undanúrslit og eftir hádegi úrslitaleikir og leikir um þriðja sæti. Gott veður er nú á Hamarsvelli, um 16 stiga hiti, hægur norðanvindur og sólskin. Veðurspá helgarinnar gerir ráð fyrir svipuðu veðri og því er sérstök ástæða fyrir allt golfáhugafólk til að leggja leið sína á Hamarsvöll og fylgjast með bestu kylfingum landsins eigast við.

Íslandsmótið í holukeppni er það stærsta og umfangsmesta sem Golfklúbbur Borgarness heldur í 40 ára sögu sinni. Að sögn Jóhannesar Ármannssonar framkvæmdastjóra GB fer mótið vel af stað og er dagskrá þess á áætlun. Hann segir völlinn í toppástandi og ekki spillir fyrir að veðrið sé með besta móti. Jóhannes segir starfsmenn og félaga í GB hafa lagt mikinn metnað undanfarna daga og vikur í undirbúning mótsins og séu menn þar á bæ áfram um að leysa verkefnið vel af hendi. Nokkuð af áhorfendum séu nú á vellinum að fylgjast með en Jóhannes býst við fleirum um helgina. Hann hvatti að lokum alla golfáhugamenn sem eru á ferðinni í Borgarfirði í dag og um helgina til að heimsækja Hamarsvöll og fylgjast með keppninni.

 

Hægt er að fylgjast með úrslitum í mótinu hér

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is