Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2004 05:50

Útskrift úr FVA

Í dag föstudaginn 21. maí var Fjölbrautaskóla Vesturlands slitið og 47 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn á sal skólans. 24 útskrifuðust af almennum bóknámsbrautum, 12 af iðnbrautum, 8 af sjúkraliðabraut, einn skiptinemi, einn með stúdentspróf og burtfararpróf af iðnbraut og einn með burtfararpróf af starfsbraut. Hörður Helgason skólameistari stýrði athöfninni og afhenti prófskírteini, Atli Harðarson aðstoðarskólameistari fór yfir starfsemi vorannar, flutt voru tónlistaratriði og fjöldi viðurkenninga veittur fyrir góðan námsárangur. Fyrir hönd nýstúdenta flutti Hrefna Dögg Gunnarsdóttir úr Stykkishólmi ávarp.
Verðlaun fyrir bestan námsárangur á skólaárinu hlaut Hallbera Eiríksdóttir úr Borgarnesi en hún útskrifaðist í desember. Sigurður Jónsson fékk viðurkenningu úr sjóði Elínar Írisar Jónasdóttur fyrir íslenskan stíl. Fyrir bestan árangur á vorönn sérstaklega fékk Birna Björnsdóttir á Akranesi viðurkenningu og peningagjöf úr verðlaunasjóði Guðmundar P Bjarnasonar frá Sýruparti. Eyjólfur Ingvi Bjarnason fékk viðurkenningu úr minningarsjóði Karls Kristins Kristjánssonar fyrir störf að félagsmálum og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir tók við viðurkenningu úr sama sjóði f.h. Vísindaklúbbs skólans.
Sveitarfélögin Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit sameinuðust að þessu sinni með Akraneskaupstað um að veita tvo námsstyrki, til efnilegra nýstúdenta. Fram að þessu hefur Akraneskaupstaður einn veitt slíka viðurkenningu. Alls bárust 16 umsóknir um styrkina en dómnefnd var samróma í að styrkina hlytu að þessu sinni þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason úr Dalasýslu, krónur 200.000 og Birna Björnsdóttir frá Akranesi, krónur 400.000. Eyjólfur fer til náms við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri en Birna hefur nám í læknisfræði við HÍ næsta haust. Fjöldi annarra viðurkenninga voru veittar fyrir góðan námsárangur í einstökum greinum.
Hörður Ó. Helgason skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur í lokin, árnaði þeim heilla og þakkaði þeim fyrir samveruna. Að athöfn lokinni þáðu gestir veitingar í boði skólans.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is