Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. nóvember. 2003 03:52

Arnarstapahöfn opnuð eftir gríðarlegar endurbætur

Síðastliðinn föstudag opnaði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra formlega ný og endurbætt hafnarmannvirki á Arnarstapa á Snæfellsnesi að viðstöddu fjölmenni.
Framkvæmdir við Arnarstapa hafa staðið yfir síðastliðin tvö ár og hefur Stafnafell ehf. annast verkið að stærstum hluta. Grjótgarður við höfnina var lengdur um 35 metra, gamli hlutinn endurbyggður og síðan var byggður annar grjótgarður fyrir utan Lendingarklett og upp að hafnarhúsinu. Þá var gerð ný innsigling og hún dýpkuð í 2,5 metra og svæðið innan hafnar dýpkað í 2 metra.
Bryggjan var breikkuð og steypt og fékkst við það um 200 fermetra athafnarsvæði til viðbótar á bryggjunni. Þá er búið að laga veginn niður að hafnarsvæðinu. Þar er búið að skipta um jarðveg, steypa og setja upp götulýsingu. Loks voru byggðir tveir útsýnispallar í samvinnu við Ferðamálaráð, annar þeirra er uppi á brekkubrúninni og hinn ofan á grjótgarðinum í höfninni. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar var um 80 milljónir króna.
Að sögn Björns Arnaldssonar hafnarstjóra Snæfellsbæjar var ákveðið að ráðast í framkvæmdirnar til að tryggja öryggi sjómanna og einnig ferðamanna sem eru allfjölmennir á Arnarstapa enda er höfnin ein sú glæsilegasta á landinu frá náttúrunnar hendi. Að sögn Björns hafa allt að 40 bátar viðkomu í Arnarstapahöfn á degi hverjum yfir sumartímann.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is