Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2004 12:56

Hörð viðbrögð Snæfellinga við yfirlýsingum KEA

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa feðgarnir Kristján Guðmundsson og Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir í Rifi, keypt Útgerðarfélag Akureyringa af Eimskipafélagi Íslands. Í kjölfarið birtust í fjölmiðlum harðorðar yfirlýsingar frá stjórnendum Kaupfélags Eyfirðinga sem einnig átti tilboð í ÚA. Þar var því meðal annars haldið fram að nýr eigandi ÚA væri þekktur fyrir að kaupa upp útgerðarfyrirtæki og brytja í spað. Var þar átt við kaup Guðmundar Kristjánssonar á Básafelli á sínum tíma.
Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns brugðust sveitungar þeirra feðga í Snæfellsbæ afar illa við þessum yfirlýsingum KEA á þeim forsendum að þeir væru þekktir af góðu einu í atvinnulífinu í Snæfellsbæ. Meðal annars sagði Ólafur Rögnvaldsson, bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands í viðtali á fréttavefnum skip.is að KEA sé að kasta grjóti úr glerhúsi. „Það er ekki hægt að láta svona skítkast og hroka viðgangast. KEA kastar steinum úr glerhúsi í gagnrýni sinni á Guðmund Kristjánsson. Þetta fyrirtæki keypti Snæfelling á sínum tíma og flutti héðan 2600 tonna kvóta miðað við þorskígildi þrátt fyrir yfirlýsingar um að félagið ætlaði að halda uppi öflugri starfsemi í Ólafsvík,“ segir Ólafur m.a í viðtali við Skip.is. Þar segir hann einnig: „ Í ljósi þess að þeir feðgar á Rifi, Kristján, Guðmundur og Hjálmar, eru þekktir fyrir heiðarleika þá get ég ekki látið yfirlýsingu KEA ósvarað. Það er ekki hægt að líkja því saman þegar Guðmundur keypti Básafell og kaupunum á ÚA nú. Básafell var gjaldþrota fyrirtæki sem aðrir höfðu gefist upp á að reka. Það verður ekki sagt um ÚA. Ef Guðmundur lofar einhverju þá stendur hann við það. Við erum stoltir af okkar manni, segir Ólafur Rögnvaldsson.“
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is