Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2004 11:32

Skóflustungan að stækkun Norðuráls

Í morgun klukkan 10 tóku fulltrúar nýju eigenda Norðuráls, Century Aluminium, fyrstu skóflustungurnar að væntanlegri stækkun Norðuráls á Grundartanga. Framkvæmdirnar sem nú fara í hönd miða að því að tvöföldun framleiðslugetu verksmiðjunnar verði lokið í febrúar 2006, úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn. Nýlega var lokið við samninga um raforkuöflun frá Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur og að sögn forráðamanna Norðuráls eru samningar um fjármögnun og hráefnisaðföng í góðum farvegi.
Þegar framkvæmdum við Norðurál lýkur er gert ráð fyrir að 320 manns starfi við álverið en þar af verða til 130 störf vegna stækkunarinnar. Að auki verður um fjölda afleiddra starfa að ræða en reynslan sýnir að við hvert eitt starf í álveri verða til 1,5 afleidd störf á öðrum stöðum í samfélaginu. Gert er ráð fyrir að á byggingatímanum þurfi um 1000 ársverk við framkvæmdirnar sem þýðir að þar verða að jafnaði 600-700 manns að störfum í einu, þar sem byggingartíminn er einungis áætlaður 18 mánuðir.
Áætluð fjárfesting í stækkun Norðuráls nemur rösklega 23 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að miðað við meðalverð á áli og núverandi gengi krónunnar muni stækkunin í 180 þúsund tonn auka verðmæti útflutnings frá Íslandi um 12 milljarða króna á ári.
Norðurál hefur skapað traust atvinnu og átt verðugan þátt í að efla búsetu á Vesturlandi. Fyrirtækið er eftirsóttur og fjölmennur vinnustaður, einn sá stærsti á Vesturlandi, og þar er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Hjá Norðuráli bjóðast sérhæfð störf sem krefjast mikillar þjálfunar og kröfur eru eru gjarnan gerðar um iðn- og tæknimenntun auk þess sem mikil þjálfun starfsmanna fer fram á vinnustaðnum sjálfum.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is