Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2004 09:15

Vestlendingum fækkar nokkuð

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um íbúafjölda í einstökum sveitarfélögum hinn 1. desember 2003 þá fækkar Vestlendingum um 64 eða um 0,4%. Á sama tíma er fjölgun á landsvísu um 0,79% og ætti íbúum á Vesturlandi að hafa fjölgað um 58 ef sama íbúaþróun hefði verið hér og yfir landið allt.
Mest er fækkunin á Snæfellsnesi en íbúar þar voru 127 færri 1. desember 2003 miðað við sama tíma árið 2002. Eyja- og Miklaholtshreppur sker sig einn úr á Nesinu en þar fjölgar um 12 annars fækkar talsvert í öllum sveitarfélögum mest þó í Stykkishólmi. Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi sagðist í samtali við Skessuhorn að þarna kæmi í ljós hve stöðvun á skelfiskveiðum vægi þungt. Óli Jón telur að nú sé botninum í náð og allar líkur til að íbúum fjölgi á Snæfellsnesi á næstu árum.
Í Dölunum fækkar um 16 milli ára og er um svipaða fækkun að ræða eins og verið hefur síðasta áratug.
Íbúum í Borgarfjarðarhéraði fjölgar hins vegar um 79 og er mesta fjölgunin í Borgarbyggð. Ef rýnt er í tölurnar fyrir Borgarfjarðarhérað má sjá að mest öll fjölgunin tengist háskólasamfélögunum en Bifrestingum fjölgar um 52 og Hvanneyringum um 23. Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri í Borgarbyggð er ánægður með fjölgun íbúa í Borgarbyggð. „Ég tel að það verði áframhald á þessari fjölgun á næstu árum. Búsetuskilyrðin eru alltaf að batna og munar mjög mikið um vaxandi háskóla“. Það vekur hins vegar nokkra athygli að Skagamönnum fækkar um 5 en fjöldinn allur af íbúðum var byggður og seldur á síðasta ári. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi telur að ekki sé ástæða til neinnar svartsýni. „Það hefur verið stöðugur vöxtur hjá okkur undanfarin ár og ekkert óeðlilegt þó um einhverjar sveiflur sé að ræða. Auðvitað hefði maður vilja sá fjölgun en með tilliti til þess að nokkur fækkun hefur verið á störfum hjá stórum fyrirtækjum eins og Sementsverksmiðjunni og Járnblendinu þá höldum við sjó.“ Gísli er bjartsýnn eins og kollegar hans og reiknar með að Skagamönnum fjölgi aftur á árinu.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is