Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2004 12:54

Stungu af á ofsahraða

Síðastliðinn fimmtudag lenti lögreglan í Borgarnesi í æsilegum eltingaleik við ökumenn tveggja bifhjóla sem sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. Ökuhraði þeirra var mældur 140 km/klst við Mótel Venus í Hafnarskógi. Lögreglan hóf eftirför sem barst í gegnum Borgarnes og áleiðis norður í land. Lögreglu á Blönduósi og Búðardal var gert viðvart. Borgarneslögregla hætti eftirför við sýslumörkin á Holtavörðuheiði og sneri við, enda hafði hún misst sjónar á hjólunum. Þegar komið var niður í Norðurárdal óku ökumenn bifhjólanna hinsvegar í flasið á lögreglu og náðist að stöðva þá þar. Ökumennirnir höfðu þá leitað skjóls á fáförnum stað en hafið för á nýjan leik enda talið sig hólpna. Ökumönnunum bíða himinháar sektir fyrir ofsaakstur og að sinna ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is