Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2004 02:43

Íbúar í Snæfellsbæ ósáttir við snjómokstur

Íbúar Snæfellsbæjar eru óhressir með snjómokstur vega í sveitarfélaginu, sérstaklega veginn um Staðarsveit og um Fróðárheiði. “Það hafa margir íbúanna haft samband við mig og kvartað. Vegna þess hvernig staðið hefur verið að snjómokstri á þessari leið hafa margir valið að fara Vatnaleiðina frekar þrátt fyrir að það sé lengri leið,” segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar.
Samkvæmt reglum Vegagerðar ríkisins, varðandi snjómokstur, er vegakerfinu skipt í flokka eftir umferðarþunga og hækkar þjónustustigið í samræmi við bílafjölda sem fara um vegina. “Það má náttúrulega segja að það gerist sjálfkrafa að umferðin er meiri þar sem þjónustustigið er hærra ef tvær eða fleiri leiðir eru í boði. Það er því spurning hvort er á undan hænan eða eggið í þessu tilfelli. Ég er ekki að segja að þjónustan hér sé slæm en hún er ekki sambærileg við Vatnaleiðina t.d. og að ég tali ekki um þegar sunnar dregur á Snæfellsnesvegi,” segir Kristinn.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is