Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2004 01:57

Sníkjudýr veldur iðrakveisu á Akranesi

Orðið hefur vart við ákveðna iðrasýkingu á Akranesi. Um er að ræða sníkjudýr, Giardia lamblia, sem lifir í maga sjúklinga og veldur magapest. Nokkrir einstaklingar hafa geinst veikir og vilja sumir kenna vatninu á Akranesi um. Bæði Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Orkuveita Reykjavíkur taka reglulega sýni úr vatninu og hefur ekkert í þeirra niðurstöðum bent til annars en að vatnið á Akranesi sé í góðu lagi. Þetta sníkjudýr berst mjög auðveldlega á milli manna og hefur verið bent á að ef það væri í vatninu væru flestir ef ekki allir Skagamenn með hastarlegan niðurgang.
Líklegast er því að smitaður einstaklingur hafi borið smit á milli fólks. Reynir Þorsteinsson heilsugæslulæknir á Akranesi sagði í samtali við Skessuhorn að undanfarin ár kæmu reglulega upp tilvik sem þetta bæði á Akranesi og annars staðar á landinu. Eins og áður sagði berst sýkillinn mjög greiðlega á milli manna og er því öllum sem greinast ráðlagt að halda sig heima við þar til þeir verða hressir. Í þessu tilviki gildir almenna reglan að þeir sem eru með iðrakveisu leiti til læknis, hugi vel að hreinlætinu og séu sem minnst innan um annað fólk.
Umhverfisstofnun og sóttvarnarlæknir auk heimamanna eru nú að meta hvort grípa þurfi til einhverra frekari aðgerða. Enn sem komið er þykir ekki ástæða til þess en málið er í nákvæmri skoðun.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér nánar einkennin er bent á heimasíðu landlæknisembættisins og slá þar inn leitarorðið giardia.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is