Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. október. 2004 11:26

Húsnæðisþörf bókasafnsins skoðuð

Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur ákveðið að setja á stofn nefnd sem kanni framtíðarhúsnæðisþörf bókasafnsins og héraðsskjalasafnsins við Heiðarbraut. Gísli Gíslason, bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að ýmsir möguleikar hafi verið skoðaðir á liðnum misserum, m.a. endurnýjun og stækkun bókhlöðunnar við Heiðarbraut, flutning starfseminnar í annað húsnæði eða bygging á nýju safnahúsi. “Öllum hefur verið ljóst um langt skeið að brýn verkefni bíða varðandi húsnæði bókasafnsins og skjalasafnsins. Nú, þegar nokkur hreyfing er komin á ýmis skipulagsmál bæjarins, er nauðsynlegt að móta stefnu um þetta verkefni þannig að unnt verði að koma verkefninu á framkvæmdastig. Staðsetning bókasafnsins skiptir miklu máli í því þjónustuumhverfi sem bærinn vill skapa bæjarbúum og hvort það verður áfram á sama stað í endurnýjuðu húsnæði eða fært annað ræðst af niðurstöðu þeirrar nefndar sem mun skoða málið,” sagði Gísli.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is